12.8.2007 | 12:45
Bara gaman
Laugardagurinn var þvílíkt fallegur þannig að ekki kom annað til greina en að kíkja í bæinn. Við fórum fjögur saman og komum okkur snemma fyrir neðst á Laugarveginum. Þvílíkur fjöldi af fólki og alveg logn og sólin skein á okkur og við vorum að við það að kafna úr hita meðan beðið var eftir herlegheitunum. Loks eftir langa bið kom skrúðgangan hún var mjög flott og við ákváðum svo að rölta bara á eftir Páli Óskari sem var síðastur í göngunni áfram niður á Arnarhól. Þar settumst við grasið og létum fara vel um okkur og hlustuðum á tónlistina sem var reyndar ansi misjöfn og fengum okkur aðeins í gogginn. Héldum svo heim á leið glöð og kát eftir góða stund í miðbæ Reykjavíkur. Þær eru ekki margar stundirnar sem við eyðum í miðbænum en það er helst á 17.júní og svo á Gay Pride og kannski Menningarnótt og þá er það upptalið. Mér finnst miðbærinn ekki spennandi að öllu jöfnu og aldrei biðja börnin um að fara niður í miðbæ. Meira að segja eyddum við síðasta 17. júní í Kópavogi og það var alveg frábært nóg pláss fyrir alla og engin örtröð í neitt. Þar gátu foreldrar setið í grasinu og notið dagskrárinnar meðan börnin fóru á milli í leiktæki og í aðra afþreyingu. En nú er ég komin útí eitthvað sem ég ætlaði alls ekkert að pæla í í dag. Dagurinn í dag er aðeins vindasamari en gærdagurinn og ekkert ákveðið hvað gera skuli, kannski ég fari að huga að öllu hreina þvottinum sem biður um að komast í skápana. Allir þurfa víst sitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.