Og líður svo svo hratt

Nú er þessi nýbyrjaða vika að enda. Meira hvað tíminn líður. Það þarf að skoða hvað sé hægt að gera skemmtilegt þessa helgina. Það væri auðvitað gaman að fara á Fiskidaga á Dalvík en það er full mikil keyrsla fyrir eina helgi þannig að það kemur eiginlega ekki til greina. En ég mikið held ég samt að það sé gaman að upplifa svona hátíð. En það er kannski full mikið af fólki þarna og af myndum í fréttum í gær að dæma þá virtist ekki vera mikið af tjaldstæðum eftir. Þvílík mergð af fólki. Þá er að finna eitthvað í grennd við höfuðborgina kannski berjamó ef viðrar til þess nenni því ekki ef það á að rigna. Svo er Gay pride gangan á morgun alltaf gaman að fara og sjá hana. Ætli það verði ekki ofan á á laugardaginn og kannski berjamó á sunnudaginn. Annars ræðst þetta allt af veðrinu. Nenni alls ekki í pollagalla niðri í bæ þá verð ég nú frekar heima hjá mér, mér leiðist eiginlega rigning eða allavegana svona mikil rigning. Það er alveg nóg að það rigni bara á nóttinni. Mér verður kannski ekki að ósk minni með það. Nú þarf víst að finna sölutölur fyrir skýrslugerð og þvílíkan tíma sem það tekur. Kannski að dagurinn dugi ef ég fer að halda mér við efnið, mér finnst það bara svo syfjandi. Kannski ég nái mér bara í kaffibolla og komi mér að verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband