9.8.2007 | 08:59
Rólegheitin...
Þá er ég komin í vinnu og það er bara nær enginn á staðnum. Miðað við hvað vinnustaðurinn er stór þá virðist Ágúst vera tíminn til sumarfría hér. Ég ætla þó að vona að liðið hafi farið til útlanda því veðrið hér er ekkert sumarveður. Það eru nú samt til einhverjir sem fíla svona veður og vita ekkert betra en rigningu að þeir segja ég held samt að það séu nú bara þeir sem fá oftast svona veður í sínum fríum og hafa bara sætt sig við það og þá er það bara allt í lagi mín vegna. Ég lenti í svaka umferðateppu á leiðinni þar sem einhverjir 3 voru svo óheppnir í morgunsárið að lenda í aftanákeyrslu það er bara versta byrjun á degi sem ég get hugsað mér. En hvað sem líður róleg heitum hér þá er samt gott að vera komin aftur í stólinn og hitta þá fáu sem þó eru hér. Nú þarf ég að koma skipulagi á mig hér og koma mér að verki. Veit þó varla hvar ég á að byrja, ætli pósthólfið sé ekki ágæt byrjun. Þar er af nógu að taka. Heyri nú aukin umgang á hæðinni sem þýðir að einhverjir eru komnir á ról og læt ég af þessu að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.